Bæjarflöt 7

112 Reykjavík

Sími 568 9095

Örugg eyðing gagna

25. maí kom til framkvæmda hjá aðildarríkum ESB

ný reglugerð um varðveislu persónuupplýsinga. Unnið er að upptöku reglugerðarinnar í EES-samninginn og gert ráð fyrir að Alþingi samþykki

ný persónuvernadarlög og þar með ljúki innleiðingu reglugerðarinnar fyrir haustið. Með reglugerðinni

er m.a. staðfestur eigna- og ráðstöfunarréttur einstaklinga yfir eigin persónuupplýsingum.

 

Reglugerðin kallar á breytt vinnubrögð hvað varðar söfnun, skráningu, vistun, miðlun og eyðingu persónuupplýsinga. Samkvæmt reglugerðinni

eru fyrirtæki og stofnanir ábyrgðaraðilar persónuupplýsinga sem þau hafa aflað í starfsemi sinni, bæði um starfsmenn og viðskiptavini.

Er þitt fyrirtæki tilbúið fyrir nýja

löggjöf um persónuvernd?

568 9095

VIÐ SÆKJUM GÖGNIN

8:30-17:00

OPIÐ ALLA VIRKA DAGA

ERUM Á

FERÐINNI

SAMSTARFSAÐILAR

ÖLL ÍLÁT

Við erum flutt

Gagnaeyðing er flutt yfir götuna, á Bæjarflöt 7. Breytingin fyrir þig er að taka vinstri beygju inn á lóðina í stað hægri beygju. Þessi nýja aðstaða býður upp á ýmsar nýjungar, en helst er að nefna Sjónarhól, þar sem viðskiptavinir geta fylgst með eyðingu gagna sinna í gegnum öryggisgler í stað þess að horfa á tölvuskjá. Við höldum áfram að þróa aðstöðuna að þörfum viðskiptavina og starfsmanna og fögnum öllum ábendingum. Við hlökkum til að sjá þig á Bæjarflöt 7 og að geta veitt þér sífellt betri þjónustu.

 

Nýr tætari á nýju ári

Gagnaeyðing eignaðist nýlega splunkunýjan tætara sem tætir harða diska og aðra rafaræna miðla í 4x4 mm stærð. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem boðið er upp á svo smáa tætingu. Hægt er að flytja tætarann milli staða og því býður Gagnaeyðing nú í fyrsta skipti þá þjónustu að koma til fyrirtækja og stofnana og tæta á staðnum. Um þessar mundir stendur yfir kosning innanbúðar hjá Gagnaeyðingu um nafn á nýju græjuna. Nafnið Shredward Scissorhands hefur sem stendur vinninginn.

 

Öryggi upplýsinga hefur aldrei verið mikilvægara í heimi þar sem upplýsingar gegna sífellt mikilvægara hlutverki.  Afleiðingar þess að missa upplýsingar í hendur óviðkomandi geta verið alvarlegar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ýmsir hagsmunir geta skaðast, þar á meðal hagsmunir viðskiptavina eða skjólstæðinga. Erfitt getur reynst að vinna upp traust og orðspor á ný. Lög margra landa krefjast þess að fyrirtæki geri viðeigandi ráðstafanir til að verjast stuldi á persónugreinanlegum upplýsingum. Breytt lagaumhverfi þýðir að það getur varðað háum sektum að fara óvarlega með gögn. Stundum vill brenna við að eyða svokölluðum endabúnaði, til dæmis hörðum diskum, með öruggum hætti og í samræmi við kröfur til eyðingar. Þetta er þó ekki síður mikilvægt en örugg varðveisla gagnanna.

 

Örugg eyðing gagna

 

Nýjungar í vottun Gagnaeyðingar

Kröfurnar sem gerðar eru til þeirra fyrirtækja sem vottuð eru af NAID breytast ár hvert. NAID, sem eru alþjóðleg samtök fyrirtækja sem eyða gögnum, uppfærir kröfurnar í takti við þróun á markaði og ráðleggingar færustu sérfræðinga heims á þessu sviði.

 

Meðal uppfærðra krafna sem Gagnaeyðing þarf að mæta á þessu ári er að senda þarf tætta harða diska og málma í endurvinnslu hjá fyrirtæki með ISO 14000 vottun.

 

Önnur nýleg breyting á verklagi hjá Gagnaeyðingu vegna breyttra krafna NAID er að nú ber að staðfesta raðnúmer allra harðra diska sem við eyðum. Óski viðskiptavinir ekki eftir því að við staðfestum raðnúmerin þá stimplum við á þjónustubeiðnirnar skilaboð þar um.

 

Frábærri Hollandsferð Gagnaeyðingar lokið

Starfsfólk Gagnaeyðingar er komið aftur til vinnu endurnært eftir frábæra árshátíðar- og vinnuferð til Hollands.

 

Eftir ljúffengan árshátíðarkvöldverð, slökun og skemmtun í Amsterdam þá heimsótti hópurinn meðal annars fyrirtæki sem taka á móti pappír og öðru efni til endurvinnslu. Starfsfólk Gagnaeyðingar leggur sig fram um að senda sem mest efni til endurvinnslu og því var afar fróðlegt og skemmtilegt að fá að litast um í risastórum vinnslusölunum og ræða við fagmenn um hvernig sé best að flokka og ganga frá efninu.

 

Á myndinni má sjá Guðbjörgu Björnsdóttur fjármálastjóra og Berglindi Jónsdóttur verkefnastjóra.

 

Við viljum þakka öllum þeim sem sýndu okkur biðlund og skilning á meðan Gagnaeyðing var lokuð.

 

MYNDSKEIÐ

Prentara eytt

Skjávarpa eytt

Turntölvu eytt

Geisladiskum eytt

Hörðum diskum eytt

Bókhaldsgögnum eytt

AÐILD AÐ SAMTÖKUM

NAID, National Association for Information Destruction

www.naidonline.org

 

Félag um skjalastjórn

www.irma.is

 

Association for Information and Image Management

www.aiim.org

 

The International Association of Privacy Professionals

www.iapp.org

 

Dokkan

www.dokkan.is