Gagnaeyðing flytur

  • Post category:Tilkynningar

Fimmtudaginn 9. febrúar flytur Gagnaeyðing starfsemi sína í Skútuvog 13. Í Skútuvogi verðum við með aðgengilega og rúmgóða móttöku fyrir viðskiptavini okkar og hlökkum við til að taka á móti ykkur á nýjum stað.

Sjá nánarGagnaeyðing flytur

Dagur gagnaöryggis 28. janúar

  • Post category:Tilkynningar

Dagur gagnaöryggis, þekktur í Evrópu sem Data Protection Day, er haldinn árlega 28. janúar um allan heim. Tilgangur þessa dags er að auka vitund og kynna mikilvægi þess að meðhöndla viðkvæm gögn með viðeigandi hætti. Nú þegar eru Bandaríkin, Canada, Nigeria, Israel og 47 önnur lönd virkir þátttakendur í þessum merkilega degi.Af þessu tilefni sendi i-Sigma, móðursamtök NAID og PRISM, frá sér samantekt um gagnaöryggi sem má finna hér. Starfsemi Gagnaeyðingar var fyrst vottuð af NAID árið 2008 og hefur haldið henni síðan.Eyðing trúnaðargagna með tætinguÍ allri þeirri tækni sem við búum við í dag, þar sem viðkvæm gögn eru…

Sjá nánarDagur gagnaöryggis 28. janúar

Ráðstefna um stjórnun upplýsinga

  • Post category:Tilkynningar

Þann 2. mars 2023 mun Félag um skjalastjórn halda ráðstefnu um stjórnkerfi upplýsinga, stöðu á Íslandi og þróun hér heima og erlendis. Lykilfyrirlesarar búa yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði og nálgast efnið á ólíkan hátt. Með vaxandi vitund um mikilvægi upplýsinga í viðskiptum og þjónustu við borgarana hefur þörfin fyrir markvissa stjórnun þeirra orðið lykilþáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana og skapað þeim sem vel að standa samkeppnisforskot og forystu meðal þjóða. Á ráðstefnunni munum við skoða hvar við stöndum, hvert við getum stefnt og ræða skrefin sem þarf að taka. Gagnaeyðing tekur þátt í þessari ráðstefnu.

Sjá nánarRáðstefna um stjórnun upplýsinga

Nýjungar í vottun Gagnaeyðingar

Kröfurnar sem gerðar eru til þeirra fyrirtækja sem vottuð eru af NAID breytast ár hvert. NAID, sem eru alþjóðleg samtök fyrirtækja sem eyða gögnum, uppfærir kröfurnar í takti við þróun á markaði og ráðleggingar færustu sérfræðinga heims á þessu sviði. Meðal uppfærðra krafna sem Gagnaeyðing þarf að mæta á þessu ári er að senda þarf tætta harða diska og málma í endurvinnslu hjá fyrirtæki með ISO 14000 vottun. Önnur nýleg breyting á verklagi hjá Gagnaeyðingu vegna breyttra krafna NAID er að nú ber að staðfesta raðnúmer allra harðra diska sem við eyðum. Óski viðskiptavinir ekki eftir því að við staðfestum…

Sjá nánarNýjungar í vottun Gagnaeyðingar