Gagnaeyðing er þjónustuaðili á sviði eyðingar gagna og vinnsluaðili gagna í skilningi 7. tl. 3. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
í hlutverki sínu sem vinnsluaðili kappkostar Gagnaeyðing að tryggja vernd persónuupplýsinga og að vinnsla þeirra sé í samræmi við gildandi lög og reglur. Persónuverndarstefnan tekur til vinnslu persónuupplýsinga í samskiptum fyrirtækisins við viðskiptamenn sína og vegna persónuupplýsinga sem er að finna í gögnum er félagið meðhöndlar vegna slíkra viðskipta. Persónuverndarstefnan tekur einnig til umsækjenda um störf og aðra einstaklinga sem félagið á í viðskiptum eða samskiptum við.
Persónuverndarstefna Gagnaeyðingar
Gagnaeyðing er flutt yfir götuna, á Bæjarflöt 7. Breytingin fyrir þig er að taka vinstri beygju inn á lóðina í stað hægri beygju. Þessi nýja aðstaða býður upp á ýmsar nýjungar, en helst er að nefna Sjónarhól, þar sem viðskiptavinir geta fylgst með eyðingu gagna sinna í gegnum öryggisgler í stað þess að horfa á tölvuskjá. Við höldum áfram að þróa aðstöðuna að þörfum viðskiptavina og starfsmanna og fögnum öllum ábendingum. Við hlökkum til að sjá þig á Bæjarflöt 7 og að geta veitt þér sífellt betri þjónustu.
Gagnaeyðing eignaðist nýlega splunkunýjan tætara sem tætir harða diska og aðra rafaræna miðla í 4x4 mm stærð. Þetta er í fyrsta sinn á Íslandi sem boðið er upp á svo smáa tætingu. Hægt er að flytja tætarann milli staða og því býður Gagnaeyðing nú í fyrsta skipti þá þjónustu að koma til fyrirtækja og stofnana og tæta á staðnum. Um þessar mundir stendur yfir kosning innanbúðar hjá Gagnaeyðingu um nafn á nýju græjuna. Nafnið Shredward Scissorhands hefur sem stendur vinninginn.
Öryggi upplýsinga hefur aldrei verið mikilvægara í heimi þar sem upplýsingar gegna sífellt mikilvægara hlutverki. Afleiðingar þess að missa upplýsingar í hendur óviðkomandi geta verið alvarlegar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Ýmsir hagsmunir geta skaðast, þar á meðal hagsmunir viðskiptavina eða skjólstæðinga. Erfitt getur reynst að vinna upp traust og orðspor á ný. Lög margra landa krefjast þess að fyrirtæki geri viðeigandi ráðstafanir til að verjast stuldi á persónugreinanlegum upplýsingum. Breytt lagaumhverfi þýðir að það getur varðað háum sektum að fara óvarlega með gögn. Stundum vill brenna við að eyða svokölluðum endabúnaði, til dæmis hörðum diskum, með öruggum hætti og í samræmi við kröfur til eyðingar. Þetta er þó ekki síður mikilvægt en örugg varðveisla gagnanna.
Kröfurnar sem gerðar eru til þeirra fyrirtækja sem vottuð eru af NAID breytast ár hvert. NAID, sem eru alþjóðleg samtök fyrirtækja sem eyða gögnum, uppfærir kröfurnar í takti við þróun á markaði og ráðleggingar færustu sérfræðinga heims á þessu sviði.
Meðal uppfærðra krafna sem Gagnaeyðing þarf að mæta á þessu ári er að senda þarf tætta harða diska og málma í endurvinnslu hjá fyrirtæki með ISO 14000 vottun.
Önnur nýleg breyting á verklagi hjá Gagnaeyðingu vegna breyttra krafna NAID er að nú ber að staðfesta raðnúmer allra harðra diska sem við eyðum. Óski viðskiptavinir ekki eftir því að við staðfestum raðnúmerin þá stimplum við á þjónustubeiðnirnar skilaboð þar um.
Prentara eytt
Skjávarpa eytt
Turntölvu eytt
Geisladiskum eytt
Hörðum diskum eytt
Bókhaldsgögnum eytt
NAID, National Association for Information Destruction
Félag um skjalastjórn
Association for Information and Image Management
The International Association of Privacy Professionals
Dokkan
95% endurvinnsluhlutfall Gagnaeyðing - Bæjarflöt 7 - 112 Reykjavík - Sími 568 9095 - gagnaeyding@gagnaeyding.is