-
Af hverju
Snjallílát
Snjallílát eru framtíðin. Engir lyklar, snertilaust kort og/eða kóði opnar, trúnaðarstarfsmenn fá réttindi til að opna ílát, rafræn skráning á hver opnar ílát, einföld afturköllun réttinda og viðvörun ef ílát er skilið eftir opið.
-
Hvað innifelur
Örugg eyðing gagna
Gagnaeyðing ehf. sérhæfir sig í eyðingu trúnaðargagna. Félagið var stofnað 1991 og fékk alþjóðlega vottun um örugga eyðingu trúnaðargagna árið 2008. Slagorð Gagnaeyðingar til margra ára er Örugg eyðing gagna.
-
Af hverju
INTIMUS
INTIMUS tætararnir eru líklega bestu tætarar sem hægt er að fá. Allir INTIMUS tætarar eru smíðaðir úr endingargóðum hátæknilegum íhlutum og hafa ýmsa eiginleika sem gera þá einstaklega notendavæna og hagkvæma í rekstri.
Why Information Management is More Critical Than Ever
As an information management professional, I’ve observed a concerning trend in the rush to adopt artificial intelligence (AI) technologies, particularly
Um okkur
Hröð þróun á sér stað í myndun, meðhöndlun, varðveislu og eyðingu gagna og með tilkomu gervigreindar sjáum við byltingarkenndar framfarir. Gagnaeyðing, móðurfélag þess Gagnaöryggi og dótturfélagið Gagnageymslan eru knúin af orkunni og tækifærunum sem eru alls staðar.
Gagnaeyðing sérhæfir sig í eyðingu gagna með öruggum hætti og býr yfir mikilli þekkingu og reynslu á því sviði.
Gagnageymslan hefur áratuga reynslu af öruggri geymslu gagna, skjölun þeirra og vinnslu.
Gögn og öryggi eru innbyrðis háð. Gagnaöryggi þróar og innleiðir lausnir sem efla báða þætti og samspil þeirra.
Algengar spurningar
Gögn sem við tökum á móti eru tætt í mismunandi tæturum eftir eðli gagnamiðlanna, allt frá almennum pappírsskjölum, tölvudiskum eða afritunarspólum til smárra USB lykla eða örgjörva á SIM-korti. Um 98% af því sem við tökum á móti er sent til endurvinnslu hér heima eða erlendis hjá viðurkenndum aðilum.
Við eyðum öllu sem hægt er að tæta, skjölum, tölvubúnaði, merkjavöru, gallaðri framleiðslu, ofl.
Já, við vinnum samvæmt vottuðu verklagi sem stenst alþjóðlegar kröfur. Aðstaða okkar og búnaður er sérsniðin að starfseminni og starfsmenn með mikla reynslu og þekkingu á þessu sviði.
Best er að setja gögnin í trausta kassa eða poka og loka þeim til að tryggja öryggi gagnanna. Við erum með ílát undir gögn sem við lánum í allt að viku og leygjum ef um lengri tíma er að ræða. Hægt er að koma til okkar og fá slík ílát eða biðja okkur um að koma með þau gegn hóflegu akstursgjaldi.
Okkur þykir alltaf vænt um að fá símtal í síma 568-9095 eða tölvupóst á gagnaeyding@gagnaeyding.is og nú er hægt að smella á hnappinn “Þjónustubeiðni” hér efst á síðunni, fylla hana út og senda og við komum að vörmu spori.
Nei, það er alveg óþarfi. Það þarf heldur ekki að fjarlægja hefti, bréfaklemmur eða víra sem binda saman skjölin. Í eyðingunni eru gögnin tætt í heilu lagi og plast og málmar flokkaðir frá í endurvinnslunni.
Já, alltaf hægt að mæta á opnunartíma og skilja gögnin eftir hjá okkur. Ef óskað er eftir eyðingu strax við afhendingu þá er best að panta tíma en viðbótargjald er fyrir slíka þjónustu.
Já, við bjóðum upp á að sækja gögnin til viðskiptavina um allt land, sjá „Út um allt land“ hér efst á síðunni.