Móttaka og flutningur

Þegar þú kemur að Skútuvogi 13 til að afhenda gögn kemur þú að merktum inngangi. Þegar inn er komið hringir þú bjöllu á súlu í anddyrinu á vinstri hönd, og munu þá starfsmenn tryggja öryggi vinnslunnar og koma að vörmu spori til að taka á móti þér.

Í móttökunni er vog sem við notum til að vigta gögnin, þ.e. pappír sér, vélbúnað sér og „annað“ sér, sem t.d. gætu verið munir sem þér er annt um að sé tryggilega fargað. Við móttöku gagnanna útbúum við móttökukvittun sem þú staðfestir og færð eintak af. Ef þú ert með mikið af gögnum í lausu, þá erum við með ker og bretti til að auðvelda móttökuna.

Ef þú hinsvegar vilt að við komum til að sækja gögnin, þá hringir þú í síma 568 9095 eða sendir okkur póst á netfangið gagnaeyding@gagnaeyding.is. Við komum þá að jafnaði sama dag eða daginn eftir merkt með skilríkjum sem á eru mynd, nafn og kennitala okkar. Allt fyrir öryggið.

Áður en gögnin eru tekin athugum við hvort að umbúðir séu traustar og kössum og pokum sé lokað. Þá eru gögnin flutt út í bíl og öryggi þeirra tryggt. Eftir það útbúum við móttökukvittun fyrir gögnunum, sem þú ert beðin(-n) um að staðfesta og færð eintak af. Þyngd gagnanna er færð inn á kvittunina þegar þau hafa verið vigtuð hjá okkur í Skútuvoginum.

Í sumum tilfellum gæti aðstoð komið sér vel, t.d. við að gæta gagna sem standa í almannarými meðan á flutningi þeirra stendur.

Ekki þarf að fjarlæja hefti, bréfaklemmur eða víra sem binda saman skjölin og m.a.s. er óþarfi að tæma möppur. Í eyðingunni eru gögnin tætt í heilu lagi og plast og málmar flokaðir frá í endurvinnsuferlinu, en allur pappír er fluttur tættur erlendis til framleiðslu á nýjum afurðum svo sem pappírsþurrkum og veggfóðri.

GDPR

Eyðing gagna er ferli þar sem allir þættir þurfa að vera undir öruggu eftirliti og stjórn. Myndin sýnir helstu þætti ferlisins hjá Gagnaeyðingu.