Aðstaða

Gagnaeyðing er við Skútuvog 13 í Reykjavík en áður vorum við að Bæjarflöt 7 í Grafarvogi. Við förum í einu og öllu eftir alþjóðlegum kröfum NAID (National Association for Information Destruction) þegar kemur að eyðingu gagna og er aðstaðan í samræmi við þær kröfur.

Þegar þú kemur að Skútuvogi 13 til að afhenda gögn þá munu starfsmenn tryggja öryggi vinnslunnar og koma að vörmu spori til að taka á móti þér.

Flestir sem koma til okkar eru með trúnaðarskjöl sem eru þeim mikilvæg. Til að auðvelda fólki að fylgjast með eyðingunni settum við því upp myndavélakerfi sem sýnir framkvæmdina og getum við útvegað afrit af upptökum ef þess er óskað.

Kröfur NAID eru margvíslegar og er sagt frá þeim undir flipanum Vottun hér að ofan. Hvað aðstöðuna varðar þá er aðalkrafa NAID aðgreining móttöku og vinnslu frá annarri aðstöðu og vöktun með öryggis- og eftirlitskerfum.