Ábyrgðaryfirlýsing Gagnaeyðingar

  • Post category:Tilkynningar

Frá stofnun Gagnaeyðingar ehf. 1991 höfum við sérhæft okkur í eyðingu gagna fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga og fyrirtækið á þessum tíma notið farsældar. Við erum meðvituð um að farsæld er ekki sjálfgefin, hún byggir á að verk okkar séu unnin af einlægni, virðingu og ábyrgð, innan fyrirtækis og utan. Sjá meira

Þetta þarftu að vita! – Verðmætin liggja i upplýsingunum

Gagnaeyðing tók þátt í ráðstefnunni „Þetta þarftu að vita! – Verðmætin liggja i upplýsingunum“

Ráðstefnan var haldin 31. ágúst 2023 á Hilton Nordica, á vegum Félags um skjalastjórn.

Umfjöllunarefni ráðstefnunnar var stjórnkerfi upplýsinga (Information Governance), hvar við stöndum, hvert við getum stefnt og hvaða skref við getum tekið í okkar starfsemi. Fjöldi frábærra fyrirlesara töluðu fyrir fullum sal á ráðstefnunni.

Hér má finna nánari upplýsingar um viðburðinn: https://radstefna.irma.is

Á ráðstefnunni kynntum við hjá Gagnaeyðingu ný gagnaílát sem sjá má í auglýsingu okkar hér til hliðar.

Flutt í Skútuvog 13

  • Post category:Tilkynningar

Gagnaeyðing hefur nú flutt alla sína starfsemi í Skútuvog 13.

Gaman er að segja frá því að í þessu sama húsi í Skútuvoginum var Gagnaeyðing staðsett frá árinu 1992 til ársins 2007. Síðan þá hefur mikil þróun átt sér stað hjá fyrirtækinu og erum við virkilega ánægð með að vera komin aftur á þennan frábæra stað.

Við bjóðum viðskiptavini okkar innilega velkomna til okkar í Skútuvog 13.

Dagur gagnaöryggis 28. janúar

  • Post category:Tilkynningar

Dagur gagnaöryggis, þekktur í Evrópu sem Data Protection Day, er haldinn árlega 28. janúar um allan heim. Tilgangur þessa dags er að auka vitund og kynna mikilvægi þess að meðhöndla viðkvæm gögn með viðeigandi hætti. Nú þegar eru Bandaríkin, Canada, Nigeria, Israel og 47 önnur lönd virkir þátttakendur í þessum merkilega degi.

Af þessu tilefni sendi i-Sigma, móðursamtök NAID og PRISM, frá sér samantekt um gagnaöryggi sem má finna hér. Starfsemi Gagnaeyðingar var fyrst vottuð af NAID árið 2008 og hefur haldið henni síðan.

Eyðing trúnaðargagna með tætingu

Í allri þeirri tækni sem við búum við í dag, þar sem viðkvæm gögn eru gjarnan komin á hina ýmsu rafrænu miðla, má ekki gleyma þeim gögnum sem enn eru á pappír eða í öðru áþreifanlegu formi.

Þessum gögnum þarf að huga að og eyða með viðurkenndum hætti með persónuvernd og gagnaöryggi í huga. Þrátt fyrir þá umhverfisvænu hugsun að endurvinna pappír og setja hann beint í endurvinnslutunnu, er það ekki fullnægjandi lausn til að eyða trúnaðargögnum. Flest öll lönd í heiminum eru með lög og reglugerðir um öryggi trúnaðargagna og þeim ber að fylgja og koma þannig í veg fyrir gagnaleka og brot á trúnaði. Á síðustu árum hafa lagalegar köfur um meðferð upplýsinga aukist og á það einnig við um förgun gagna. Eyðing gagna með tætingu og síðan endurvinnsla hins tætta efnis, pappírs og rafrænna miðla, uppfyllir bæði öryggis- og umhverfiskröfur.

Viðkvæmar upplýsingar geta t.d.verið:

  • Nöfn
  • Heimilisföng
  • Lykilorð
  • Lykilnúmer (PIN)
  • Heilbrigðisupplýsingar
  • Banka- og fjálmálaupplýsingar
  • Ferðagögn
  • Gögn með undirskriftum.

Eyðing gagna er ferli sem þarf að vera framkvæmt með öruggum hætti. Vottunarkröfur NAID eru viðurkenndar sem bestu aðferðir við eyðingu gagna og segja til um:

  • Hvernig gögnunum skuli eytt
  • Hvar eyðing megi fara fram
  • Hver eyðir gögnunum
  • Hvenær eyðing hefur farið fram
  • Lögboðnar skyldur ábyrgðaraðila og vinnsluaðila
  • Trúnaðarskyldur

Með þátttöku sinni í i-Sigma / NAID vinna aðildarfyrirtæki markvisst að eflingu öryggis og góðra starfshátta iðnaðarins, heima fyrir og á alþjóðlegum vettvangi.

Ráðstefna um stjórnun upplýsinga

  • Post category:Tilkynningar

Þann 2. mars 2023 mun Félag um skjalastjórn halda ráðstefnu um stjórnkerfi upplýsinga, stöðu á Íslandi og þróun hér heima og erlendis. Lykilfyrirlesarar búa yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði og nálgast efnið á ólíkan hátt. Með vaxandi vitund um mikilvægi upplýsinga í viðskiptum og þjónustu við borgarana hefur þörfin fyrir markvissa stjórnun þeirra orðið lykilþáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana og skapað þeim sem vel að standa samkeppnisforskot og forystu meðal þjóða.

Á ráðstefnunni munum við skoða hvar við stöndum, hvert við getum stefnt og ræða skrefin sem þarf að taka.

 

Gagnaeyðing tekur þátt í þessari ráðstefnu

Nýjungar í vottun Gagnaeyðingar

Kröfurnar sem gerðar eru til þeirra fyrirtækja sem vottuð eru af NAID breytast ár hvert. NAID, sem eru alþjóðleg samtök fyrirtækja sem eyða gögnum, uppfærir kröfurnar í takti við þróun á markaði og ráðleggingar færustu sérfræðinga heims á þessu sviði.

Meðal uppfærðra krafna sem Gagnaeyðing þarf að mæta á þessu ári er að senda þarf tætta harða diska og málma í endurvinnslu hjá fyrirtæki með ISO 14000 vottun.

Önnur nýleg breyting á verklagi hjá Gagnaeyðingu vegna breyttra krafna NAID er að nú ber að staðfesta raðnúmer allra harðra diska sem við eyðum. Óski viðskiptavinir ekki eftir því að við staðfestum raðnúmerin þá stimplum við á þjónustubeiðnirnar skilaboð þar um.