Örugg eyðing gagna

Stefnur

Ábyrgðaryfirlýsing

Frá stofnun Gagnaeyðingar ehf. 1991 höfum við sérhæft okkur í eyðingu gagna fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga og fyrirtækið á þessum tíma notið farsældar. Við erum meðvituð um að farsæld er ekki sjálfgefin, hún byggir á að verk okkar séu unnin af einlægni, virðingu og ábyrgð, innan fyrirtækis og utan. 

Persónuverndarstefna

Inngangur

Gagnaeyðing er þjónustuaðili á sviði eyðingar gagna og vinnsluaðili gagna í skilningi 7. tl. 3. gr. laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

í hlutverki sínu sem vinnsluaðili kappkostar Gagnaeyðing að tryggja vernd persónuupplýsinga og að vinnsla þeirra sé í samræmi við gildandi lög og reglur. Persónuverndarstefna þessi tekur til vinnslu persónuupplýsinga í samskiptum Gagnaeyðingar við viðskiptamenn sína og vegna persónuupplýsinga sem er að finna í gögnum er félagið meðhöndlar vegna slíkra viðskipta. Persónuverndarstefnan tekur einnig til umsækjenda um störf og aðra einstaklinga sem félagið á í viðskiptum eða samskiptum við. Persónuverndarstefna þessi tekur ekki til starfsmanna Gagnaeyðingar.

Upplýsingaöryggisstefna

Starfsemi

Gagnaeyðing sérhæfir sig í eyðingu trúnaðargagna, sem vistuð eru á margvíslegum miðlum, m.a. pappír, filmum, segulböndum, hörðum diskum og símum. Starfsemi Gagnaeyðingar er vottuð af alþjóðlegum samtökum eyðingarfyrirtækja, NAID.