Gagnaeyðing tók þátt í ráðstefnunni „Þetta þarftu að vita! – Verðmætin liggja i upplýsingunum“
Ráðstefnan var haldin 31. ágúst 2023 á Hilton Nordica, á vegum Félags um skjalastjórn.
Umfjöllunarefni ráðstefnunnar var stjórnkerfi upplýsinga (Information Governance), hvar við stöndum, hvert við getum stefnt og hvaða skref við getum tekið í okkar starfsemi. Fjöldi frábærra fyrirlesara töluðu fyrir fullum sal á ráðstefnunni.
Hér má finna nánari upplýsingar um viðburðinn: https://radstefna.irma.is
Á ráðstefnunni kynntum við hjá Gagnaeyðingu ný gagnaílát sem sjá má í auglýsingu okkar hér til hliðar.