Eyðing og endurvinnsla
Hjá okkur er gögnum eytt með tætingu, hvort sem um er að ræða pappírsskjöl, harða diska, segulbönd, geisladiska eða aðra miðla sem geyma gögn. Við erum með þrjá tætara, einn sem tætir eingöngu pappír, annan sem tætir allt annað og þann þriðja sem við notum til að eyða gögnum á vettvangi, t.a.m. hjá gagnaverum. Gataristar í tæturunum tryggja að efnið fari í smáar örður, nógu smáar til að uppfylla kröfur um gagnaöryggi.
Eftir tætingu er pappírinn pressaður í stóra 500 kg balla og þannig fluttur út til endurvinnslu. Tættir málmar eru settir í stórsekki og fara þannig til endurvinnsluaðila erlendis. Plastefni fara til Pure North Recycling í Hveragerði eða er urðað.
Um 98% af öllu því sem berst til eyðingar fer til endurvinnslu, 2% til SORPU.