Gagnaeyðing hefur nú flutt alla sína starfsemi í Skútuvog 13.
Gaman er að segja frá því að í þessu sama húsi í Skútuvoginum var Gagnaeyðing staðsett frá árinu 1992 til ársins 2007. Síðan þá hefur mikil þróun átt sér stað hjá fyrirtækinu og erum við virkilega ánægð með að vera komin aftur á þennan frábæra stað.
Við bjóðum viðskiptavini okkar innilega velkomna til okkar í Skútuvog 13.