Ábyrgðaryfirlýsing
Frá stofnun Gagnaeyðingar ehf. 1991 höfum við sérhæft okkur í eyðingu gagna fyrirtækja, stofnana, félagasamtaka og einstaklinga og fyrirtækið á þessum tíma notið farsældar. Við erum meðvituð um að farsæld er ekki sjálfgefin, hún byggir á að verk okkar séu unnin af einlægni, virðingu og ábyrgð, innan fyrirtækis og utan.
Gögn eru fjöregg viðskiptavina okkar, í mörgum tilfellum viðkvæm og mikilvægt að fara vel með. Ákvörðun viðskiptavina um eyðingu þeirra byggir á hagkvæmni, tilfinningum, lagaákvæðum og/eða öryggiskröfum.
Við störfum í margbreytilegu umhverfi einstaklinga, skipulagsheilda og náttúru sem allt hefur innbyrðis áhrif, áhrif sem geta verið eflandi eða niðurbrot.
Við viljum hlúa að þessum eflandi áhrifum með skapandi hætti.
Staðreyndir:
Gagnaeyðing er öryggisfyrirtæki.
Allt sem okkur berst til eyðingar er meðhöndlað sem gögn og yfir 98% er sent til endurvinnslu eftir tætingu.
Við störfum i samræmi við tíu meginreglur Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, vinnumál, umhverfismál, aðgerðir gegn spillingu og samfélagslega ábyrgð.
2023 / Gagnaeyðing®