Bæjarflöt 7

112 Reykjavík

Sími 568 9095

Örugg eyðing gagna

Er þitt fyrirtæki búið undir

breytta persónuverndarlöggjöf 2018?

CSR Readiness® gerir þér kleift að meta með einföldum hætti stöðu upplýsingaöryggis hjá þínu fyrirtæki eða stofnun og leiðbeinir þér um næstu skref sé þörf á úrbótum.

 

Gagnaeyðing býður í fyrsta sinn á Íslandi fyrirtækjum og stofnunum upp á aðgang að CSR Readiness® þar sem hægt er að leggja mat á meðhöndlun persónugreinanlegra upplýsinga um viðskiptavini, starfsfólk, birgja og aðra. Einnig er boðið upp á ráðleggingar um lagfæringar ef þörf er á. Vettvangurinn, sem er á ensku, hefur verið lagaður að íslenskum aðstæðum og miðar við nýja reglugerð Evrópusambandsins sem ætlað er að taki gildi í maí 2018.

Fara beint í skráningu

Skráning í CSR Readiness® hjálpar þínu fyrirtæki að lágmarka hættuna á að persónugreinanleg gögn komist í hendur óviðkomandi og tryggja að fyrirtækið þitt uppfylli lög og reglur um persónuvernd. Að auki, þar sem nær ógerlegt er að koma algjörlega í veg fyrir alla öryggisbresti þá býður CSR Readiness® upp á aðgerðaáætlun ef svo óheppilega vildi til að eitthvað kæmi upp á. Kerfisvillur, þjófnaður og mistök eru á meðal algengustu ástæðna fyrir öryggisbrestum í meðhöndlun persónuupplýsinga.

 

Nauðsynlegt er að sýna fyrirhyggjusemi í þessum efnum og lágmarka líkur á að fyrirtækið, starfsfólk og viðskiptavinir verði fyrir tjóni. Brot á reglum um persónuvernd geta leitt af sér háar sektir, skaðað orðspor og fælt frá viðskiptavini og birgja. CSR Readiness® hjálpar þér að byrgja brunninn og aðstoðar einnig við að minnka skaðann ef vandamál koma upp.

 

CSR Readiness® er þróað og rekið af sérfræðingum í upplýsingaöryggi hjá CSR Professional Services, Inc. Spurningalistinn og leiðbeiningarnar sem honum fylgja miðast við íslenska löggjöf og breytta persónuverndarlöggjöf Evrópusambandsins sem reiknað er með að taki gildi á næsta ári. CSR Readiness® verður uppfært eftir nýjustu upplýsingum um hvernig löggjöfin verður innleidd á Íslandi en byggir til að byrja með á ítrustu kröfum reglugerðarinnar.

Eftir að þú hefur skráð þig inn á CSR Readiness® tekur við þriggja skrefa ferli sem aðstoðar þig við að tryggja að þitt fyrirtæki uppfylli þær kröfur sem gerðar eru varðandi meðhöndlun persónuupplýsinga.

Þú svarar spurningalista um stöðu upplýsingaöryggismála.

 

Samkvæmt niðurstöðu spurningalistans færðu leiðbeiningar um hvað þarf að gera til að uppfylla allar kröfur og getur með einföldum hætti fylgst með öllum framförum.

 

Þú getur hvenær sem er uppfært svörin við spurningunum í takt við þróunina hjá þínu fyrirtæki og fengið viðeigandi leiðbeiningar. Mælt er með að taka sjálfsprófið reglulega. Þannig tryggirðu reglulegt eftirlit með upplýsingaöryggi hjá þínu fyrirtæki.

 

 

 

Þegar allar kröfur hafa verið uppfylltar færðu skírteini um að þitt fyrirtæki hafi framkvæmt CSR sjálfsmat og uppfylli samkvæmt því kröfur varðandi meðhöndlun persónuupplýsinga sem CSR Readiness® vísar í. Að auki færðu leyfi til að nota ID Stay Safe™ merkið á heimasíðu og í auglýsinga- og kynningarefni.

Skráning

Til að fá aðgang að vettvangnum þarf að:

 

Skráning

Með því að smella á hnappinn „Hefja skráningu“ og skrá sig á vettvanginn staðfestir þú samning um mánaðarlegar greiðslur í eitt ár að upphæð 3.950 kr auk virðisaukaskatts. Að lokinni skráningu verður þér sendur tölvupóstur til staðfestingar og síðan tilkynning um að skráningu sé lokið og að þú getir hafið notkun vettvangsins með því að slá inn tölvupóstfang og lykilorð sem þú hefur valið þér.

 

Greiða

Eftir skráningu færð þú sendan reikning í tölvupósti og krafa stofnast í heimabanka.

Hefja skráningu

Ef þú þarft aðstoð þá hringdu í síma 568-9095 eða sendu tölvupóst á gagnaeyding@gagnaeyding.is

Myndband um CSR Readiness®

Spurningar og svör

 • Hvernig gagnast CSR Readiness® fyrirtækjum og stofnunum?

  Í lögum og reglum er gert ráð fyrir því að fyrirtæki og stofnanir verndi persónuupplýsingar starfsmanna sinna, birgja og viðskiptavina. CSR Readiness® getur aðstoðað fyrirtæki og stofnanir við að mæta lagalegum kröfum sem gerðar eru til þeirra. Brot gegn lögum um persónuvernd geta varðað fésektum.

 • Hvað er CSR?

  CSR Professional Services, Inc. veitir fyrirtækjum um allan heim sérfræðiþjónustu um vörslu og meðhöndlun gagna. Fyrirtækið er margveðlaunað og leiðandi á sínu sviði.

  CSR auðveldar fyrirtækjum að mæta kröfum um persónuvernd, veitir leiðbeiningar um góða starfshætti sem miða að því að draga úr áhættu fyrirtækja í tengslum við kaup, meðhöndlun, geymslu, miðlun og förgun gagna. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Jensen Beach í Flórída, Bandaríkjunum.

 • Hve langan tíma tekur að taka sjálfsprófið?

  Að jafnaði ætti að taka um klukkustund að ljúka sjálfsprófinu. Það gæti tekið lengri tíma þurfi að ráðfæra sig við aðra eða leggjast í rannsóknir til að geta svarað einstaka spurningum. Þegar spurningu hefur verið svarað vistast svarið. Hægt er að hætta í spurningalistanum hvar sem er og halda áfram þaðan sem frá var horfið þegar hentar.