Ráðstefna um stjórnun upplýsinga

  • Post category:Tilkynningar

Þann 2. mars 2023 mun Félag um skjalastjórn halda ráðstefnu um stjórnkerfi upplýsinga, stöðu á Íslandi og þróun hér heima og erlendis. Lykilfyrirlesarar búa yfir viðamikilli þekkingu og reynslu á þessu sviði og nálgast efnið á ólíkan hátt. Með vaxandi vitund um mikilvægi upplýsinga í viðskiptum og þjónustu við borgarana hefur þörfin fyrir markvissa stjórnun þeirra orðið lykilþáttur í starfsemi fyrirtækja og stofnana og skapað þeim sem vel að standa samkeppnisforskot og forystu meðal þjóða.

Á ráðstefnunni munum við skoða hvar við stöndum, hvert við getum stefnt og ræða skrefin sem þarf að taka.

 

Gagnaeyðing tekur þátt í þessari ráðstefnu